Thursday, April 17, 2014

Grand Theft Auto V innihélt sögu þar sem, eins og flestir vita aðalpersónurnar Michael, Franklin og


Notkun Grand Theft Auto V á fleiri en einni spilanlegri aðalpersónu er eitt af megineinkennum leiksins, ef ekki aðaleinkenni hans. Í nýlegu viðtali við Edge játaði Aaron Garbut, listrænn stjórnandi leiksins að sú ákvörðun Rockstar að hafa leikinn þannig hafi innifalið í sér mikla áhættu.
Kom það fram í máli Garbut að tæknin til þess að skipta um persónu hefði verið innifalin í þróun leiksins allt frá upphafi. Tók hann jafnframt fram að honum hafi þótt þessi möguleiki hafa gagnast leiknum í heild sinni að lokum, en að það hafi verið gríðarleg áhætta að breyta hinni klassísku GTA formúlu sem aðdáendur elskuðu.
“Að hafa margar spilanlegar persónur var rosaleg áhætta. Þetta var áhugaverð hugmynd og okkur fannst að við gætum gert áhugaverða hluti við hana, en þetta var líka breyting á grundvallarformúlu leikjanna, svo okkur fannst þessi hugmynd líka geta klikkað allverulega. Á endanum þótti mér þetta virka.”
Grand Theft Auto V innihélt sögu þar sem, eins og flestir vita aðalpersónurnar Michael, Franklin og Trevor taka þátt bæði sem einstaklingar og sem hópur – þar sem spilarar geta skipt á milli þeirra í leiknum. Aðrir GTA leikir hafa innihaldið eina spilanlega aðalpersónu.
Sony selur hluta sinn í Square Enix


No comments:

Post a Comment